Nox Medical og Arango hafa gengið til samninga um innleiðingu á CRM lausnum í rekstri Nox á alþjóðlegum mörkuðum. Nox Medical er leiðandi aðili í svefnheilsugeiranum á heimsvísu. Hjá samsteypunni starfa yfir 350 starfsmenn um allan heim, þar af um 80 manns á Íslandi.
"Nox Medical hafa nýtt CRM lausnir frá Arango fyrir starfsemi sína í Bandaríkjunum og Íslandi undanfarin ár með mjög góðum árangri en fyrirtækið hefur verið að byggja upp eigið sölunet á bandaríkjamarkaði. Samhliða því að fyrirtækið eykur umsvif sín um allan heim er aukin áhersla lögð á yfirsýn og þjónustu við dreifingaraðila í Evrópu, Asíu og Ástralíu og mun fyrirtækið innleiða lausnir í sölu- þjónustu og markaðssetningu í samstarfi við Arango fyrir þá starfssemi." Segir Dagbjartur Vilhjálmsson, upplýsingatæknistjóri Nox Medical
CRM lausnir Nox Medical byggja á Dynamics 365 Sales & Power Platform ásamt samþættingum við Business Central.
Arango sérhæfa sig í ráðgjöf og innleiðingum á Microsoft skýjalausnum til að bæta ferla í sölu, þjónustu og markaðssetningu til hagræðingar fyrir viðskiptavini og starfsmenn.