top of page

Leitum að Microsoft Power Platform forriturum

Vilt þú taka þátt í fjölbreyttum og spennandi verkefnum þar sem enginn dagur er eins?

Arango leitar að lausnamiðuðum forritara í vaxandi hóp ráðgjafa og forritara. Við þróum snjallar lausnir fyrir viðskiptavini okkar sem byggja á nýjustu tækni þar sem viðskiptavinir okkar eru meðal fremstu fyrirtækja landsins svo sem þjónustufyrirtæki, heildsölur, bílaumboð, fasteignafyrirtæki, fjármálafyrirtæki o.fl.

Við bjóðum uppá frábært starfsumhverfi og aðstöðu þar sem þú munt hafa áhrif á hvernig þú þróast í starfi.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun á lausnum í Power Platform umhverfi

  • Forritun á lausnum með C#, React, HTML, CSS, Logic App, JavaScript ofl.

  • Samþætting gagna og kerfa í Azure

  • Þróun á mínum síðum og öppum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða menntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af Microsoft Dynamics 365 og Power Platform er kostur

  • Þekking á Azure, SQL og gagnagrunnum er kostur

  • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni og læra

Fríðindi í starfi

  • Líkamsræktarstyrkur

  • Frábær félagsskapur

  • Hádegismatur

  • Góð starfsaðstaða svo sem pool borð og píla


Að starfa hjá Arango

  • Fá tækifæri til að vinna í spennandi og fjölbreyttum verkefnum með viðskiptavinum frá flestum sviðum atvinnulífsins

  • Læra mikið og hratt. Við leggjum mikið upp úr því að taka nýtt starfsfólk strax inn í verkefni og læra þannig í gegnum raunveruleg verkefni

  • Góður starfsandi og gott andrúmsloft í vinnunni

  • Þekkja og þróa styrkleika. Verkefnin eru fjölbreytt og við leggjum mikið upp úr því að finna styrkleika hvers og eins í teyminu, þróa þá í sameiningu og læra af hvort öðru

  • Vinna í opnu og gegnsæju umhverfi

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst og skulu umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð Microsoft Power Platform forritari | Arango (alfred.is).


Frekari upplýsingar veitir Tinna Björk Hjartardóttir | tinna@arango.is | 825 8402


377 views
bottom of page